Fimmfalda aðgangseyrinn í Guðlaugu: „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 13:02 Þessir gestir þurftu ekkert að borga fyrir aðgang að Guðlaugu, þegar hún var opnuð árið 2018. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri á Akranesi. Vísir Aðgangur að Guðlaugu á Akranesi kostar nú 2.500 krónur fyrir fullorðna. Gjaldtaka í laugina hófst árið 2021 og var þangað til nú aðeins 500 krónur. Bæjarstjóri Akraness segir hækkunina til komna vegna kostnaðarhækkana í tengslum við kröfur um aukna þjónustu. Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“ Akranes Sundlaugar Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“
Akranes Sundlaugar Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira