Ekki mitt hlutverk og nenni ekki að stýra væntingum Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson ræddi við fjölmiðla í gær á fyrsta æfingadegi landsliðsins fyrir EM. vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson kveðst fagna því að fólk geri væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta, sem hann stýrir á stórmóti í fyrsta sinn eftir rúmar tvær vikur. Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira