PISA og þróun íslenskunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 24. desember 2023 07:01 Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Íslensk tunga Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun