Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 16:53 Kínverskir töluvleikjaspilarar eru sagðir hafa kvartað yfir því hvernig fyrirtæki reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í tölvuleikjum, njóta yfirburða. EPA/ALEX PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki. Kína Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki.
Kína Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira