Viðskipti innlent

Nokkur ó­skuld­bindandi til­boð gerð í TM

Árni Sæberg skrifar
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.

Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist Kviku í hlutabréf TM, bæði í félagið í heild og að hluta. Fjórum aðilum hefur verið boðið að halda áfram í söluferlinu.

Þetta segir í tilkynningu Kviku banka til Kauphallar. Þar er vísað til fyrri tilkynningar félagsins um upphaf á söluferli á TM tryggingum hf., sem birt var þann 17. nóvember. Sú tilkynnig var birt aðeins tveimur árum eftir sameiningu Kviku og TM.

Í tilkynningu segir að stjórn bankans hafi lagt mat á tilboðin og í kjölfarið ákveðið að bjóða fjórum aðilum að halda áfram í söluferlinu og veita þeim aðgengi að áreiðanleikakönnunum og frekari upplýsingum.

Ekki liggi fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í TM, sem gæti lokið með sölu á félaginu í heild eða skráningu í Kauphöll.

Eins og fram hefur komið sé gert ráð fyrir að sölu eða skráningu TM verði lokið á öðrum eða þriðja ársfjórðungi ársins 2024.

Nánar verði upplýst um framvindu ferlisins tímanlega og um leið og ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×