Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 17:47 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair um farþegafjölda í maí. Þar segir að farþegar í millilandaflugi hafi verið 343 þúsund, átján prósent fleiri en í maí 2022, þegar 291 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 41 prósent verið á leið til Íslands, sextán prósent frá Íslandi og 42 prósent verið tengifarþegar. Stundvísi í millilandaflugi hafi verið 75 prósent, sem sé nokkuð undir væntingum og skýrist meðal annars af óvenjuskörpum lægðum í maí. Sætanýting hafi verið 80,7 prósent og hún hafi aukist um 6,6 prósentustig á milli ára. Fjöldi farþega í innanlandsflugi hafi veruð um 23 þúsund, samanborið við 26 þúsund í maí í fyrra. Sætanýting hafi verið 76,6 prósent í mánuðinum og stundvísi verið 85 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Framboð hafi verið minna en í maí í fyrra og skýrist það meðal annars af því að aflýsa þurfti nokkrum fjölda flugferða vegna veðurs. Fraktflutningar hafi aukist um 34 prósent á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 26 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Hröð uppbygging afrakstur þrotlausrar vinnu „Við höldum áfram að sjá góðan árangur með mikilli fjölgun farþega á milli ára og sterkri tekjumyndun. Sumarið lítur vel út og á sama tíma og við aukum umsvifin með stærstu áætlun félagsins hingað til er sætanýting með besta móti. Svo hröð uppbygging starfseminnar er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins í kjölfar heimsfaraldursins. Í heild fljúgum við til 54 áfangastaða í ár og við höfum þegar hafið flug til Detroit og Prag sem eru nýir sumaráfangastaðir í flugáætlun okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair group, í fréttatilkynningu. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair um farþegafjölda í maí. Þar segir að farþegar í millilandaflugi hafi verið 343 þúsund, átján prósent fleiri en í maí 2022, þegar 291 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 41 prósent verið á leið til Íslands, sextán prósent frá Íslandi og 42 prósent verið tengifarþegar. Stundvísi í millilandaflugi hafi verið 75 prósent, sem sé nokkuð undir væntingum og skýrist meðal annars af óvenjuskörpum lægðum í maí. Sætanýting hafi verið 80,7 prósent og hún hafi aukist um 6,6 prósentustig á milli ára. Fjöldi farþega í innanlandsflugi hafi veruð um 23 þúsund, samanborið við 26 þúsund í maí í fyrra. Sætanýting hafi verið 76,6 prósent í mánuðinum og stundvísi verið 85 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Framboð hafi verið minna en í maí í fyrra og skýrist það meðal annars af því að aflýsa þurfti nokkrum fjölda flugferða vegna veðurs. Fraktflutningar hafi aukist um 34 prósent á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 26 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Hröð uppbygging afrakstur þrotlausrar vinnu „Við höldum áfram að sjá góðan árangur með mikilli fjölgun farþega á milli ára og sterkri tekjumyndun. Sumarið lítur vel út og á sama tíma og við aukum umsvifin með stærstu áætlun félagsins hingað til er sætanýting með besta móti. Svo hröð uppbygging starfseminnar er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins í kjölfar heimsfaraldursins. Í heild fljúgum við til 54 áfangastaða í ár og við höfum þegar hafið flug til Detroit og Prag sem eru nýir sumaráfangastaðir í flugáætlun okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair group, í fréttatilkynningu.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira