Bláa lónið lokað til 28. desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 13:29 Lónið verður lokað til 28. desember hið minnsta. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið ákvörðun um að það verði lokað til 28. desember hið minnsta vegna eldgossins sem hófst við Sundhnúksgíga í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að öllum starfsstöðvum lónsins hafi verið lokað og gildi lokunin til 28. desember, þegar staðan verður endurmetin. Haft verði samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á næstu dögum. Dregið hefur úr krafti eldgossins síðan það hófst með miklum látum upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Bláa lónið opnaði aftur á sunnudag eftir fimm vikna lokun. Aðeins sólarhring síðar hófst eldgosið. Meðal þeirra gesta sem fengu að baða sig í Bláa lóninu í gær og fyrradag voru þrír kínverskir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í morgun. Þá voru þeir að reyna að berja eldgosið augum. Fram kemur í tilkynningu frá lóninu að áfram haldi forsvarsmenn að fylgjast með stöðunni í nánu samráði við yfirvöld. „Líkt og vísindamenn höfðu spáð fyrir um kom gosið upp í Sundhnúksgígaröðinni sem er staðsett í virku eldstöðvakerfi norðan Grindavíkur, austan við Bláa lónið. Sem stendur hefur eldgosið ekki haft áhrif á flugumferð á Keflavíkurflugvelli og er umferð um Reykjanesbraut nú með eðlilegum hætti.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Vinna við að loka gati á varnargarði Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið. 18. desember 2023 23:53 Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. 18. desember 2023 23:52 Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að öllum starfsstöðvum lónsins hafi verið lokað og gildi lokunin til 28. desember, þegar staðan verður endurmetin. Haft verði samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á næstu dögum. Dregið hefur úr krafti eldgossins síðan það hófst með miklum látum upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Bláa lónið opnaði aftur á sunnudag eftir fimm vikna lokun. Aðeins sólarhring síðar hófst eldgosið. Meðal þeirra gesta sem fengu að baða sig í Bláa lóninu í gær og fyrradag voru þrír kínverskir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í morgun. Þá voru þeir að reyna að berja eldgosið augum. Fram kemur í tilkynningu frá lóninu að áfram haldi forsvarsmenn að fylgjast með stöðunni í nánu samráði við yfirvöld. „Líkt og vísindamenn höfðu spáð fyrir um kom gosið upp í Sundhnúksgígaröðinni sem er staðsett í virku eldstöðvakerfi norðan Grindavíkur, austan við Bláa lónið. Sem stendur hefur eldgosið ekki haft áhrif á flugumferð á Keflavíkurflugvelli og er umferð um Reykjanesbraut nú með eðlilegum hætti.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Vinna við að loka gati á varnargarði Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið. 18. desember 2023 23:53 Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. 18. desember 2023 23:52 Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Vinna við að loka gati á varnargarði Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið. 18. desember 2023 23:53
Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. 18. desember 2023 23:52
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent