Fjárlögin og fólkið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 18. desember 2023 11:31 Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar