Ólöf kveður Kviku og heilsar Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 08:20 Ólöf Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Kvika Ólöf Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku.
Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira