Grindavíkurkonur Kanalausar eftir áramót Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 16:34 Danielle Rodriguez í leik gegn Stjörnunni í vetur Vísir/Vilhelm Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti