Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. desember 2023 14:00 Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun