Veldu óþægindi fram yfir gremju eða eftirsjá Ingrid Kuhlman skrifar 12. desember 2023 08:01 Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar