Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 13:55 Íslandspóstur mátti ekki nýta sér upplýsingarnar úr ökuritanum. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi. Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi.
Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira