Þórir um HM: Ekki svindl en ekki heldur alveg sanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 07:31 Þórir Hergeirsson hefur verið afskaplega sigursæll sem þjálfari Noregs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að HM kvenna í handbolta sé hagrætt í þágu gestgjafa mótsins. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir ekki um neitt svindl að ræða en tekur undir að fyrirkomulagið sé ekki alveg sanngjarnt. Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira