Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Skúli Bragi Geirdal skrifar 5. desember 2023 13:00 Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. „Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“ Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Ég legg það til að hér eftir ávörpum við foreldra sem að sýna ábyrgð með því að gæta að velferð barna sinna sem frábæra en ekki leiðinlega. Það leiðinlega er að við höfum skilgreint foreldrið sem engin mörk setur og leyfir allt sem vinsæla foreldrið. Með því hefur skapast ósamræmi milli heimila sem eykur þrýstingi á þá foreldra sem að virða aldursmerkingar og vilja passa uppá að notkun snjalltækja fari ekki út fyrir heilbrigð mörk. Það er auðvelt að snúast gegn foreldri sem við köllum leiðinlegt „þú ert alltaf svo leiðinleg/ur/t, það mega allir...“ og hoppa þess í stað á vinsældarvagninn, fella niður mörk, skýla sér á bak við það að vita ekki betur og þiggja svo í kaupbæti frípassann að mæta á fræðslufundi á vegum foreldrafélagsins. Gróði dagsins í dag trompar afleiðingar morgundagsins. 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi er með aðgang að TikTok og Snapchat þar sem aldurstakmarkið er 13 ára. 60% barna á sama aldri fengu aðstoð foreldra til að stofna þá aðganga. Netumferðarskólinn hefur síðustu vikur heimsótt 33 skóla í 25 bæjarfélögum Stærstur hluti fræðsluerindanna var undir merkjum Netumferðarskólans sem er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar. Verkefnið var keyrt áfram með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk grunnskóla og hafa nú þegar um 2300 börn í 33 skólum í 25 bæjarfélögum tekið þátt. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. Í lok fræðslunnar fá börnin að segja sína skoðun og þar hefur margt áhugavert komið í ljós. 90% segjast ekki vilja eyða meiri tíma í símanum. 98% segja mikilvægt að passa upp á persónuupplýsingar. 80% segja samfélagsmiðla ekki vera fyrir börn sem eru yngri en 13 ára. Áður í fræðslunni höfðu þau langflest viðurkennt að vera nú þegar byrjuð að nota samfélagsmiðla. 99% segja að það megi ekki deila myndum af öðrum án samþykkis. 65% finnst í lagi að hafa reglur um síma í skólanum. Flestir sem voru á móti því voru nemendur í 7. bekk í skólum þar sem unglingastig mátti vera með síma. 95% sögðu að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. Í niðurstöðum úr könnun Maskínu sem kom út í dag var spurt um álit fólks á símnotkun barna í grunnskólum. 27% vildu alfarið banna börnum að vera með snjallsíma í skólum 38,4% vildu setja strangar reglur um slíka notkun 32,6% vildu setja leiðbeinandi reglur um notkunina 2% vildu ekki setja neinar reglur um notkunina Er foreldri sem leiðir barn yfir götu eða á bílastæði leiðinlegt fyrir að vilja passa sérstaklega upp á börn sem ekki hafa lært umferðarreglurnar? Er foreldri sem spennir bílbeltið hjá barni sínu og setur hjálm á höfuð þess áður en það fer að hjóla leiðinlegt fyrir að vilja gæta að öryggi þess í umferðinni? Erum við leiðinleg sem samfélag að skikka alla í ökuskólann og æfingarakstur áður en við veitum þeim ökuskírteini til þess að vera frjáls ferða sinna í umferðinni? Sama tæki fyrir börn og fullorðna Tækið sem um ræðir hér er ekki framleitt með hjálpardekkjum, bílbeltum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði svo það henti börnum. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið útfrá því að allir séu með bílpróf eða ljúgi til um það. Ábyrgðinni er þannig skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er með því að setja þar upp öryggisstillingar, vefsíur og lausnir eins og Family Sharing hjá Apple, Google Family Link o.fl. Það er sett í okkar hendur að halda okkur upplýstum, stilla sjálf friðhelgisstillingarnar, brynja okkur gagnvart skaðlegu efni, áreitni og hatri. Ábyrgðin sem fylgir því að kaupa síma handa barni er ekki innifalin í skilmálunum um kaupin á tækinu ef það bilar. Við þurfum sjálf að axla þessa ábyrgð þegar að við réttum þeim síma. Auðvitað ættu fyrirtækin sem framleiða tækin og öppin líka að bera ábyrgð. Rétt eins og þeir einstaklingar sem standa fyrir áreitninni, upplýsingaóreiðunni og hatrinu. Því miður er það ekki staðan. Þetta er ekki öruggt umhverfi en samt ætlum við að leyfa börnunum að stökkva ósyndum fram af bjargbrúninni því „allir aðrir“ eru að gera það. Samfélagsmiðlafyrirtækin mörg hver hafi ákveðið að börn séu orðin fullorðin á netinu 13 ára gömul, því það hentar þeim, við vitum þó betur en svo. Börn í dag eru sannarlega tæknifær og klár en hafa ekki enn öðlast nægjanlega reynslu og þroska til þess að takast á við öll þau viðfangsefni sem mæta þeim á netinu, eins og dæmin sýna okkur. Notkun ein og sér er ekki sama og fræðsla. Smám saman með aukinni fræðslu léttum við á eftirlitinu og rammanum með það að lokamarkmiði að senda börnin okkar út sem örugga og ábyrga einstaklinga í netumferðinni. Höfundur er faðir og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Netöryggi Börn og uppeldi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. „Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“ Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Ég legg það til að hér eftir ávörpum við foreldra sem að sýna ábyrgð með því að gæta að velferð barna sinna sem frábæra en ekki leiðinlega. Það leiðinlega er að við höfum skilgreint foreldrið sem engin mörk setur og leyfir allt sem vinsæla foreldrið. Með því hefur skapast ósamræmi milli heimila sem eykur þrýstingi á þá foreldra sem að virða aldursmerkingar og vilja passa uppá að notkun snjalltækja fari ekki út fyrir heilbrigð mörk. Það er auðvelt að snúast gegn foreldri sem við köllum leiðinlegt „þú ert alltaf svo leiðinleg/ur/t, það mega allir...“ og hoppa þess í stað á vinsældarvagninn, fella niður mörk, skýla sér á bak við það að vita ekki betur og þiggja svo í kaupbæti frípassann að mæta á fræðslufundi á vegum foreldrafélagsins. Gróði dagsins í dag trompar afleiðingar morgundagsins. 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi er með aðgang að TikTok og Snapchat þar sem aldurstakmarkið er 13 ára. 60% barna á sama aldri fengu aðstoð foreldra til að stofna þá aðganga. Netumferðarskólinn hefur síðustu vikur heimsótt 33 skóla í 25 bæjarfélögum Stærstur hluti fræðsluerindanna var undir merkjum Netumferðarskólans sem er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar. Verkefnið var keyrt áfram með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk grunnskóla og hafa nú þegar um 2300 börn í 33 skólum í 25 bæjarfélögum tekið þátt. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. Í lok fræðslunnar fá börnin að segja sína skoðun og þar hefur margt áhugavert komið í ljós. 90% segjast ekki vilja eyða meiri tíma í símanum. 98% segja mikilvægt að passa upp á persónuupplýsingar. 80% segja samfélagsmiðla ekki vera fyrir börn sem eru yngri en 13 ára. Áður í fræðslunni höfðu þau langflest viðurkennt að vera nú þegar byrjuð að nota samfélagsmiðla. 99% segja að það megi ekki deila myndum af öðrum án samþykkis. 65% finnst í lagi að hafa reglur um síma í skólanum. Flestir sem voru á móti því voru nemendur í 7. bekk í skólum þar sem unglingastig mátti vera með síma. 95% sögðu að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. Í niðurstöðum úr könnun Maskínu sem kom út í dag var spurt um álit fólks á símnotkun barna í grunnskólum. 27% vildu alfarið banna börnum að vera með snjallsíma í skólum 38,4% vildu setja strangar reglur um slíka notkun 32,6% vildu setja leiðbeinandi reglur um notkunina 2% vildu ekki setja neinar reglur um notkunina Er foreldri sem leiðir barn yfir götu eða á bílastæði leiðinlegt fyrir að vilja passa sérstaklega upp á börn sem ekki hafa lært umferðarreglurnar? Er foreldri sem spennir bílbeltið hjá barni sínu og setur hjálm á höfuð þess áður en það fer að hjóla leiðinlegt fyrir að vilja gæta að öryggi þess í umferðinni? Erum við leiðinleg sem samfélag að skikka alla í ökuskólann og æfingarakstur áður en við veitum þeim ökuskírteini til þess að vera frjáls ferða sinna í umferðinni? Sama tæki fyrir börn og fullorðna Tækið sem um ræðir hér er ekki framleitt með hjálpardekkjum, bílbeltum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði svo það henti börnum. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið útfrá því að allir séu með bílpróf eða ljúgi til um það. Ábyrgðinni er þannig skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er með því að setja þar upp öryggisstillingar, vefsíur og lausnir eins og Family Sharing hjá Apple, Google Family Link o.fl. Það er sett í okkar hendur að halda okkur upplýstum, stilla sjálf friðhelgisstillingarnar, brynja okkur gagnvart skaðlegu efni, áreitni og hatri. Ábyrgðin sem fylgir því að kaupa síma handa barni er ekki innifalin í skilmálunum um kaupin á tækinu ef það bilar. Við þurfum sjálf að axla þessa ábyrgð þegar að við réttum þeim síma. Auðvitað ættu fyrirtækin sem framleiða tækin og öppin líka að bera ábyrgð. Rétt eins og þeir einstaklingar sem standa fyrir áreitninni, upplýsingaóreiðunni og hatrinu. Því miður er það ekki staðan. Þetta er ekki öruggt umhverfi en samt ætlum við að leyfa börnunum að stökkva ósyndum fram af bjargbrúninni því „allir aðrir“ eru að gera það. Samfélagsmiðlafyrirtækin mörg hver hafi ákveðið að börn séu orðin fullorðin á netinu 13 ára gömul, því það hentar þeim, við vitum þó betur en svo. Börn í dag eru sannarlega tæknifær og klár en hafa ekki enn öðlast nægjanlega reynslu og þroska til þess að takast á við öll þau viðfangsefni sem mæta þeim á netinu, eins og dæmin sýna okkur. Notkun ein og sér er ekki sama og fræðsla. Smám saman með aukinni fræðslu léttum við á eftirlitinu og rammanum með það að lokamarkmiði að senda börnin okkar út sem örugga og ábyrga einstaklinga í netumferðinni. Höfundur er faðir og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun