Furðulegar áhyggjur formanns Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar 3. desember 2023 23:31 Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar