Vítabaninn Elín Jóna: „Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 19:31 Elín Jóna fagnar einni af markvörslum sínum í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti magnaðan leik er Ísland tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld. Hún kveðst fara sátt á koddann. Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti