Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni? Bergljót Davíðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:30 Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun