Strækum á ofbeldi! Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun