Sjokk að fá þessar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Elín Klara Þorkelsdóttir varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að liðband í ökkla var slitið. Vísir/Sigurjón Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru
Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira