„Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 15:48 Konráð Guðjónsson hagfræðingur fór yfir stöðu mála í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira