Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:13 Lalli fer yfir málin með sínum konum Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Fótbolti „Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Fótbolti „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Íslenski boltinn Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Enski boltinn Rooney kann enn að gera glæsimörk Enski boltinn Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Íslenski boltinn Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Sport Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Draumur gullhjónanna rættist í París Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Ótrúleg tölfræði Nikola Jokic á Ólympíuleikunum Yfirburðir Bandaríkjanna halda áfram en tæpt var það „Þegar þú gerir ekkert í hópverkefninu en færð samt A“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Fótbolti „Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Fótbolti „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Íslenski boltinn Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Enski boltinn Rooney kann enn að gera glæsimörk Enski boltinn Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Íslenski boltinn Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Sport Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Draumur gullhjónanna rættist í París Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Ótrúleg tölfræði Nikola Jokic á Ólympíuleikunum Yfirburðir Bandaríkjanna halda áfram en tæpt var það „Þegar þú gerir ekkert í hópverkefninu en færð samt A“ Sjá meira