Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri vá­trygginga­sviðs Varðar

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Sigursteinn Bergþórsson.
Einar Sigursteinn Bergþórsson. Aðsend

Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði tryggingum. Einar mun hefja störf 1. janúar næstkomandi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Þar segir að Einar Sigursteinn komi til Varðar frá N1 þar sem hann hafi gegnt stöðu forstöðumanns orkusviðs frá því í febrúar 2022. 

„Þar bar hann ábyrgð á að byggja upp og þróa starfsemi fyrirtækisins á raforkumarkaði. Áður starfaði Einar sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun og við verkefnastýringu hjá Equinor. Einar er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfamiðlun,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×