Eru mannréttindi einungis orð á blaði? Una María Óðinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:30 Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mannréttindi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun