Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 10:09 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka. Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka.
Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent