Viðskipti innlent

Sig­ríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir. Íslandsbanki

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar kemur fram að hún hafi starfað hjá bankanum frá árinu 2017. Hún muni starfa hjá bankanum næstu vikur og vera bankastjóra innan handar þar til ráðið verður í starfið.

Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að Sigríður Hrefna hafi átt sex farsæl ár í bankanum þar sem hún hafi leitt Einstaklingssvið bankans og verið lykilmaður í að byggja upp stafræna vegferð bankans. 

„Bankaþjónusta hefur breyst mikið á þessum árum og hefur Sigríður Hrefna verið kraftmikill leiðtogi í því að þróa bankaþjónustu með nútímalegum og hagkvæmum hætti. Við þökkum Sigríði fyrir einstaklega gott samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Jóni Guðna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×