Húsnæðisverð hækki mest á Íslandi og fyrstu kaupendur í vanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ heldur erindi um húsnæðismarkaðinn í hádeginu á morgun á Háskólatorgi HÍ. Vísir/Arnar Fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að kaupa sér húsnæði nú en eldri kynslóðir og fyrir einhverja hópa er það nánast vonlaust. Dósent við HÍ telur Seðlabankann bera ábyrgð á þessari þróun með vaxtaákvörðunum síðustu ár. Mannfjöldaþróun sé einnig stór áhrifavaldur. Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun.
Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira