Lokum Bláa lóninu Sveinn Gauti Einarsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. Eldstöðin á Whakaari er vel þekkt, gýs reglulega og hafði síðast gosið árið 2016. Töluverður órói hafði mælst í fjallinu vikurnar fyrir eldgosið og jarðfræðistofnun Nýja Sjálands var búin að vara við aukinni hættu á eldvirkni í eyjunni. Þrátt fyrir það var ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að sigla með farþega í skoðunarferðir út í eyjuna. Nú er deilt um það fyrir nýsjálenskum dómstólum hver ber ábyrgð á þessum harmleik. Sagt er að sérfræðingarnir hafi brugðist, banna hefði átt ferðir út í eyjuna. Aðrir segja að græðgi ferðaþjónustunnar hafi ráðið för. Ferðaþjónustufyrirtækin hefðu átt að hætta ferðum þegar viðbúnaðarstig var hækkað. Eftir stendur að bæði sérfræðingarnir og ferðaþjónustufyrirtækin brugðust, 22 létust og 25 særðust illa. Margt af því fólki vissi ekkert um aukinn óróa á svæðinu. Í Svartsengi standa nú yfir jarðhræringar. Sérfræðingum virðist koma saman um það að þar sé kvika að safnast fyrir á 4km dýpi. Mikil óvissa virðist vera um það hvað ferð sé á kvikunni og hvert hún muni leita. Það er þó öllum ljóst að nú er mjög aukin hætta á eldvirkni nærri Svartsengi. Seinast gaus í Svartsengi fyrir um 800 árum. Dæmi eru um að gos í þessu kerfi séu kraftmikil en standi stutt yfir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki til miklar upplýsingar um hegðun fyrri gosa. Hegðun eldstöðvarinnar er mun minna þekkt en Whakaari. Nálægt miðju núverandi virkni er Bláa Lónið. Bláa Lónið er um ársins hring fullt af ferðamönnum á baðfötum. Forsvarsfólk Bláa Lónsins hefur verið spurt undanfarna daga hvort óhætt sé að baða sig í lóninu. Þar stendur ekki á svörum. Nægur fyrirvari verður til að rýma lónið komi til eldgoss á svæðinu. Nú er ég ekki eldfjallafræðingur en ég velti þessari staðhæfingu fyrir mér. Það hefur gosið þrisvar á undanförnum árum á Reykjanesi. Aldrei tókst að spá fyrir um upphaf goss og engin viðvörun var um að gos væri við það að hefjast. Hverni er staðan öðruvísi núna. Af hverju treystir fólk sér til að gefa nokkurra klukkutíma viðvörun þrátt fyrir að það hafi ekki tekist í Fimmvörðuhálsi, ekki tekist í þrígang í Fagradalsfjalli og ekki á Nýja Sjálandi? Er hægt að segja með fullri vissu að það geti ekki gosið þarna fyrirvaralaust? Ef kröftugt gos kemur upp undir Bláa Lóninu þá tekur frá einhverjum sekúndum upp í 2 - 3 mínútur fyrir kvikuna að sjóða allt vatnið í lóninu. Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum. Það yrðu mestu hamfarir á Íslandi á lýðveldistímanum og ennþá verra en á Nýja Sjálandi. Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020. Það er líka óumdeilt að sérfræðingarnir vanmátu hættuna á eldgosi á Nýja Sjálandi. Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir. Ekki veit ég hverjar líkurnar eru á því að það gjósi. En það er alveg ljóst að það er ekki útilokað. Það er líka alveg ljóst að ef að gýs þá geta afleiðingarnar orðið hræðilegar ef ekki hefur verið gripið til aðgerða. Á heimasíðu og Facebook síðu Bláa lónsins eru engar upplýsingar um aukna eldvirkni. Ferðamennirnir sem kaupa sér miða í lónið eru flestir grunlausir um hættuna sem því fylgir. Ég á forsvarsmenn Bláa Lónsins að hætta að láta eins og eldvirknin sé ekki candamál og að engin áhætta fylgi henni og loka lóninu næstu vikurnar þar til ástandið er orðið eðlilegt aftur. Ég skora líka á yfirvöld að tryggja að Bláa Lóninu verði gert að loka tímabundið, rétt eins og gert var í Covid og gert er á hverju ári þegar hætta af völdum annars konar náttúruhamförum blasir við. Við setjum það ekki í hendur íbúa hvenær eigi að rýma snjóflóðahættusvæði og það sama gildir núna. Gerum ekki sömu mistök og í Nýja Sjálandi! Lærum af þeirra mistökum gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að Ísland sé öruggt land til að heimsækja og komum í veg fyrir mögulegar hörmungar. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. Eldstöðin á Whakaari er vel þekkt, gýs reglulega og hafði síðast gosið árið 2016. Töluverður órói hafði mælst í fjallinu vikurnar fyrir eldgosið og jarðfræðistofnun Nýja Sjálands var búin að vara við aukinni hættu á eldvirkni í eyjunni. Þrátt fyrir það var ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að sigla með farþega í skoðunarferðir út í eyjuna. Nú er deilt um það fyrir nýsjálenskum dómstólum hver ber ábyrgð á þessum harmleik. Sagt er að sérfræðingarnir hafi brugðist, banna hefði átt ferðir út í eyjuna. Aðrir segja að græðgi ferðaþjónustunnar hafi ráðið för. Ferðaþjónustufyrirtækin hefðu átt að hætta ferðum þegar viðbúnaðarstig var hækkað. Eftir stendur að bæði sérfræðingarnir og ferðaþjónustufyrirtækin brugðust, 22 létust og 25 særðust illa. Margt af því fólki vissi ekkert um aukinn óróa á svæðinu. Í Svartsengi standa nú yfir jarðhræringar. Sérfræðingum virðist koma saman um það að þar sé kvika að safnast fyrir á 4km dýpi. Mikil óvissa virðist vera um það hvað ferð sé á kvikunni og hvert hún muni leita. Það er þó öllum ljóst að nú er mjög aukin hætta á eldvirkni nærri Svartsengi. Seinast gaus í Svartsengi fyrir um 800 árum. Dæmi eru um að gos í þessu kerfi séu kraftmikil en standi stutt yfir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki til miklar upplýsingar um hegðun fyrri gosa. Hegðun eldstöðvarinnar er mun minna þekkt en Whakaari. Nálægt miðju núverandi virkni er Bláa Lónið. Bláa Lónið er um ársins hring fullt af ferðamönnum á baðfötum. Forsvarsfólk Bláa Lónsins hefur verið spurt undanfarna daga hvort óhætt sé að baða sig í lóninu. Þar stendur ekki á svörum. Nægur fyrirvari verður til að rýma lónið komi til eldgoss á svæðinu. Nú er ég ekki eldfjallafræðingur en ég velti þessari staðhæfingu fyrir mér. Það hefur gosið þrisvar á undanförnum árum á Reykjanesi. Aldrei tókst að spá fyrir um upphaf goss og engin viðvörun var um að gos væri við það að hefjast. Hverni er staðan öðruvísi núna. Af hverju treystir fólk sér til að gefa nokkurra klukkutíma viðvörun þrátt fyrir að það hafi ekki tekist í Fimmvörðuhálsi, ekki tekist í þrígang í Fagradalsfjalli og ekki á Nýja Sjálandi? Er hægt að segja með fullri vissu að það geti ekki gosið þarna fyrirvaralaust? Ef kröftugt gos kemur upp undir Bláa Lóninu þá tekur frá einhverjum sekúndum upp í 2 - 3 mínútur fyrir kvikuna að sjóða allt vatnið í lóninu. Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum. Það yrðu mestu hamfarir á Íslandi á lýðveldistímanum og ennþá verra en á Nýja Sjálandi. Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020. Það er líka óumdeilt að sérfræðingarnir vanmátu hættuna á eldgosi á Nýja Sjálandi. Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir. Ekki veit ég hverjar líkurnar eru á því að það gjósi. En það er alveg ljóst að það er ekki útilokað. Það er líka alveg ljóst að ef að gýs þá geta afleiðingarnar orðið hræðilegar ef ekki hefur verið gripið til aðgerða. Á heimasíðu og Facebook síðu Bláa lónsins eru engar upplýsingar um aukna eldvirkni. Ferðamennirnir sem kaupa sér miða í lónið eru flestir grunlausir um hættuna sem því fylgir. Ég á forsvarsmenn Bláa Lónsins að hætta að láta eins og eldvirknin sé ekki candamál og að engin áhætta fylgi henni og loka lóninu næstu vikurnar þar til ástandið er orðið eðlilegt aftur. Ég skora líka á yfirvöld að tryggja að Bláa Lóninu verði gert að loka tímabundið, rétt eins og gert var í Covid og gert er á hverju ári þegar hætta af völdum annars konar náttúruhamförum blasir við. Við setjum það ekki í hendur íbúa hvenær eigi að rýma snjóflóðahættusvæði og það sama gildir núna. Gerum ekki sömu mistök og í Nýja Sjálandi! Lærum af þeirra mistökum gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að Ísland sé öruggt land til að heimsækja og komum í veg fyrir mögulegar hörmungar. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun