Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 13:31 Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Verðlag Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun