Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:30 Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. Hann á heima í tunnunni með svarta miðanum sem á stendur „blandaður úrgangur.“ Tunnan fyrir blandað rusl er þannig illnauðsynlegur kostur í meðhöndlun á rusli. Í gamla daga, áður en við fórum að flokka, fór allt ruslið okkar þangað. Sorpa Þangað fer núna vandræðaúrgangur, og blandað rusl, sem hefur hingað til verið urðaður með tilheyrandi raski á landi og losun gróðurhúsalofttegunda. Þangað til nýlega fóru matarleifarnar þínar nefnilega í flokkinn blandað rusl. Vegna þessarar urðunar á lífrænu efni losar urðunarstaðurinn í Álfsnesi um 100.000 tonn af koltvísýringsígildum á hverju ári. Með sérsöfnun á matarleifum í GAJU og útflutningi á öðru blönduðu rusli til brennslu gerum við ráð fyrir að þessi losun verði á bilinu 10.000 til 20.000 tonn eftir 10 til 15 ár. Ég gæti tekið daginn í að þylja upp hvað á að fara í flokkinn blandað rusl. Til að koma í veg fyrir að þetta verði leiðinlegasta grein sögunnar bendi ég þess í stað á leitargluggann á forsíðu www.sorpa.is, þar sem stendur „Hvað á að gera við...“ Þar getur þú slegið inn algengustu tegundir af því sem fólk þarf að losa sig við, og flokkunarvélin okkar segir þér hvernig þú átt að flokka það. Ef leitarorðið birtist ekki í fellilistanum máttu endilega ýta á enter, því þá fáum við tilkynningu um að einhver hafi leitað að þessu orði og munum gera okkar besta til að tengja það við réttan flokk. Orkuvinnsla í stað urðunar Urðun er sísta leiðin til að meðhöndla rusl. Hún fellur neðst í forgangsröðun úrgangsþríhyrningsins sem við fórum yfir í þessari grein. Það er því til mikils að vinna að urða eins lítið og mögulegt er og urða alls ekki rusl sem þarf ekki að urða. Asbest er dæmi um rusl sem er fátt hægt að gera við annað en að urða. Blandað rusl er dæmi um rusl sem þarf ekki að urða. Það á sér nefnilega skárri farveg. Seinna á þessu ári ætlar SORPA að hætta að urða blandað rusl á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, og flytja það þess í stað til útlands – fyrst um sinn til Svíþjóðar – þar sem það verður brennt í sorpbrennslustöð, og hitinn sem skapast við brunann notaður til að framleiða orku. Við gerum ráð fyrir að forða um 40.000 tonnum af rusli – sem er álíka þungt og 40.000 smábílar – frá urðun á hverju ári og koma í skárri farveg. Við þetta lyftist blandaða ruslið upp úr flokki förgunar yfir í flokk endurnýtingar, því brennsla á rusli til orkuvinnslu er skárri kostur en urðun. Hvers vegna flytjum við rusl til útlands? Í þessu samhengi er gjarnan velt upp spurningunni: „Hvers vegna að flytja þetta til útlands í orkuvinnslu frekar en að nýta það á Íslandi?“ Þessari spurningu höfum við velt svo mikið fyrir okkur að við höfum komið að gerð tveggja skýrslna um þetta mál, annars vegar þessari hér, og hins vegar þessari hér. Í stuttu máli má segja að ákveðin atriði flæki og hægi á uppbyggingu á sorpbrennslu á Íslandi. Það fyrsta er kostnaður. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu á sorpbrennslu sem gæti unnið orku úr öllu rusli á Íslandi sem á sér ekki skárri farveg er á bilinu 135 - 236 milljón evrur, sem jafngilti um 20-35 milljörðum króna þegar fyrri skýrslan var gefin út. SORPA og eigendur hennar vildu auk þess koma blönduðu rusli úr urðun sem fyrst. Það tekur hins vegar nokkuð mörg ár að reisa eitt stykki sorpbrennslu, með tilheyrandi undirbúningi vegna staðarvals, deiliskipulags og annars sem tengist framkvæmdum. Útflutningur varð því fyrir valinu, í það minnsta í bili. Þá erum við búin að afgreiða bæði matarleifar og blandað rusl, sem eru tveir langstærstu ruslflokkarnir sem koma frá heimilum til SORPU. Í næstu viku ætlum við að segja frá því hvað er gert við pappírinn þinn. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. Hann á heima í tunnunni með svarta miðanum sem á stendur „blandaður úrgangur.“ Tunnan fyrir blandað rusl er þannig illnauðsynlegur kostur í meðhöndlun á rusli. Í gamla daga, áður en við fórum að flokka, fór allt ruslið okkar þangað. Sorpa Þangað fer núna vandræðaúrgangur, og blandað rusl, sem hefur hingað til verið urðaður með tilheyrandi raski á landi og losun gróðurhúsalofttegunda. Þangað til nýlega fóru matarleifarnar þínar nefnilega í flokkinn blandað rusl. Vegna þessarar urðunar á lífrænu efni losar urðunarstaðurinn í Álfsnesi um 100.000 tonn af koltvísýringsígildum á hverju ári. Með sérsöfnun á matarleifum í GAJU og útflutningi á öðru blönduðu rusli til brennslu gerum við ráð fyrir að þessi losun verði á bilinu 10.000 til 20.000 tonn eftir 10 til 15 ár. Ég gæti tekið daginn í að þylja upp hvað á að fara í flokkinn blandað rusl. Til að koma í veg fyrir að þetta verði leiðinlegasta grein sögunnar bendi ég þess í stað á leitargluggann á forsíðu www.sorpa.is, þar sem stendur „Hvað á að gera við...“ Þar getur þú slegið inn algengustu tegundir af því sem fólk þarf að losa sig við, og flokkunarvélin okkar segir þér hvernig þú átt að flokka það. Ef leitarorðið birtist ekki í fellilistanum máttu endilega ýta á enter, því þá fáum við tilkynningu um að einhver hafi leitað að þessu orði og munum gera okkar besta til að tengja það við réttan flokk. Orkuvinnsla í stað urðunar Urðun er sísta leiðin til að meðhöndla rusl. Hún fellur neðst í forgangsröðun úrgangsþríhyrningsins sem við fórum yfir í þessari grein. Það er því til mikils að vinna að urða eins lítið og mögulegt er og urða alls ekki rusl sem þarf ekki að urða. Asbest er dæmi um rusl sem er fátt hægt að gera við annað en að urða. Blandað rusl er dæmi um rusl sem þarf ekki að urða. Það á sér nefnilega skárri farveg. Seinna á þessu ári ætlar SORPA að hætta að urða blandað rusl á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, og flytja það þess í stað til útlands – fyrst um sinn til Svíþjóðar – þar sem það verður brennt í sorpbrennslustöð, og hitinn sem skapast við brunann notaður til að framleiða orku. Við gerum ráð fyrir að forða um 40.000 tonnum af rusli – sem er álíka þungt og 40.000 smábílar – frá urðun á hverju ári og koma í skárri farveg. Við þetta lyftist blandaða ruslið upp úr flokki förgunar yfir í flokk endurnýtingar, því brennsla á rusli til orkuvinnslu er skárri kostur en urðun. Hvers vegna flytjum við rusl til útlands? Í þessu samhengi er gjarnan velt upp spurningunni: „Hvers vegna að flytja þetta til útlands í orkuvinnslu frekar en að nýta það á Íslandi?“ Þessari spurningu höfum við velt svo mikið fyrir okkur að við höfum komið að gerð tveggja skýrslna um þetta mál, annars vegar þessari hér, og hins vegar þessari hér. Í stuttu máli má segja að ákveðin atriði flæki og hægi á uppbyggingu á sorpbrennslu á Íslandi. Það fyrsta er kostnaður. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu á sorpbrennslu sem gæti unnið orku úr öllu rusli á Íslandi sem á sér ekki skárri farveg er á bilinu 135 - 236 milljón evrur, sem jafngilti um 20-35 milljörðum króna þegar fyrri skýrslan var gefin út. SORPA og eigendur hennar vildu auk þess koma blönduðu rusli úr urðun sem fyrst. Það tekur hins vegar nokkuð mörg ár að reisa eitt stykki sorpbrennslu, með tilheyrandi undirbúningi vegna staðarvals, deiliskipulags og annars sem tengist framkvæmdum. Útflutningur varð því fyrir valinu, í það minnsta í bili. Þá erum við búin að afgreiða bæði matarleifar og blandað rusl, sem eru tveir langstærstu ruslflokkarnir sem koma frá heimilum til SORPU. Í næstu viku ætlum við að segja frá því hvað er gert við pappírinn þinn. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun