Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason skrifar 29. október 2023 08:00 áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar