„Enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2023 22:07 Auður Jónsdóttir og Arnar Guðjónsson eru aðalþjálfarar Stjörnunnar Facebook Stjarnan körfubolti Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum. Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira