Viðskipti innlent

Bergný og Elín ráðnar til Kadeco

Árni Sæberg skrifar
Bergný Jóna, til vinstri, og Elín.
Bergný Jóna, til vinstri, og Elín. KADECO

Kadeco hefur ráðið til starfa þær Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu R. Guðnadóttur. Bergný er nýr sjálfbærnistjóri Kadeco og Elín nýr yfirverkefnastjóri.

Í fréttatilkynningu um ráðningarnar segir að Bergný komi til Kadeco frá Suðurnesjabæ þar sem hún starfaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra frá árinu 2018. Þar áður hafi hún starfað sem gæða- og verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Hugverkastofu. Bergný sé með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún sé formaður stjórnar félags stjórnsýslufræðinga og sitji í faghópi Stjórnvísi um ISO vottanir og gæðastjórnun.

Elín hafi frá árinu 2020 starfað sem sérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og komið meðal annars að gerð þróunaráætlunar K64 fyrir Kadeco, sem og vinnu við svæðisskipulag Austurlands. Þar áður hafi hún starfað sem sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og sem sjálfstæður ráðgjafi á Íslandi og í London. Elín sé landfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræði frá King’s College í London og meistaragráðu í stefnumótun frá City University í London.

„Það er mikill fengur í því að fá þær Bergnýju og Elínu til liðs við okkur. Við stöndum frammi fyrir krefjandi og spennandi verkefni, það er að koma hugmyndunum í þróunaráætluninni, K64, í framkvæmd. Þær Bergný og Elín koma með mikilvæga reynslu til okkar sem mun reynast vel í þeirri vinnu. Við erum mjög lánsöm að fá svona öflugar konur til liðs við okkur og ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco.

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um þróun, og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×