Álftanes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 16:30 Frá leik Álftaness fyrr á tímabilinu Vísir/Hulda Margrét Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi. Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira