Innlent

Svikahrappar reyna að ná Íslendingum á Island.is

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér má sjá að netfang sendanda er ekki einu sinni íslenskt heldur solucoes@soitic.com.
Hér má sjá að netfang sendanda er ekki einu sinni íslenskt heldur solucoes@soitic.com.

Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, ástæðu til að vara við aðferðinni.

Á heimasíðu CERT segir að eftirlíkingin sé góð. Fólk er beðið um að velja sinn banka fyrir innskráningu. Engin þjónusta fari fram á slíkt við innskráningu og vill CERT-IS því benda á að aðeins svikasíður óska eftir því að fólk tilgreini bankann sinn samhliða innskráningu.

Einnig er vefslóðin góð vísbending hvort að um svikasíðu sé að ræða. Það er nauðsynlegt að skoða bæði lén (Domain name) og höfuðlén (TLD – Top Level Domain) vandlega og ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við þjónustuna sem sendandinn segist vera.

CERT-IS hafa til dæmis séð vefslóðina island-is.com sem var að reyna að herma eftir island.is.

Að neðan má sjá skjáskot frá CERT sem lýsa tilraunum til netsvika í gegnum Island.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×