Viðskipti innlent

Hlað­varps­stjarna til Heim­kaupa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birkir Karl Sigurðsson er nýr forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Heimkaup.
Birkir Karl Sigurðsson er nýr forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Heimkaup.

Birkir Karl Sigurðs­son hefur tekið við sem for­stöðu­maður við­skipta­þróunar hjá Heim­kaup. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Birkir kemur til Heim­kaupa frá Sam­skipum þar sem hann var við­skipta­stjóri í út­flutningi en áður starfaði hann hjá Arion banka sem við­skipta­stjóri á fyrir­tækja­sviði í fimm ár. Hann hefur lifað og hrærst í skák­heiminum frá unga aldri en Birkir Karl hefur þjálfað skák hér á landi og úti í heimi í meira en ára­tug.

Meðal þeirra sem hann hefur þjálfað í skák er ung­menna lands­lið Ástralíu en hann tók við þjálfun liðsins árið 2017 og þjálfaði liðið í rúmt ár á­samt því að hafa stofnað Skák­deild Breiða­bliks.

Frá árinu 2020 hefur Birkir Karl stýrt hlað­varpinu Chess After Dark á­samt Leifi Þor­steins­syni en Chess After Dark er spjall­þáttur um stjórn­mál, fjár­mál, knatt­spyrnu og önnur sam­fé­lags­mál.

Birkir Karl er með BS gráðu í fjár­mála­verk­fræði frá Há­skóla Reykja­víkur og hefur lokið prófi í verð­bréfa­miðlun en hann leggur nú stund á MBA nám við Há­skóla Ís­lands sam­hliða vinnu.

„Það er afar á­nægju­legt að fá Birki Karl til liðs við okkur í við­skipta­þróun hjá Heim­kaupum, hann er kraft­mikill og frá­bær liðs­auki við teymið okkar. Heim­kaup hefur verið að efla þjónustu sína fyrir við­skipta­vini og mikil tæki­færi til vaxtar í við­skipta­þróun á næstunni,“ segir Gréta María Grétars­dóttir, for­stjóri Heim­kaupa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×