„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. október 2023 18:28 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu annan leikinn í röð og skilaði sigri annan leikinn í röð. Hann tekur hana varla niður úr þessu, en hann á reyndar nokkrar til skiptanna. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum