Síðasta ljósmóðirin á Íslandi… Alexandra Ýr van Erven skrifar 7. október 2023 09:31 …er í Smáralind. Þar standa Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bandalag háskólamanna (BHM) fyrir sýningunni Mennt var máttur um helgina. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á slæma stöðu námslánakerfisins á Íslandi og dregur upp mynd af því hvert Ísland gæti stefnt ef áfram verður haldið á braut undirfjármögnunar Menntasjóðs námsmanna. Ef fram fer sem horfir geta ákveðnar námsgreinar í háskólum verið í útrýmingarhættu. Á sýningunni er stigið inn í þá framtíð sem blasir við ef ekkert verður gert. Stuðningur við stúdenta er ekki einkamál stúdenta enda hefur það hvernig okkur tekst til að mennta stúdenta nútímans bein áhrif á það hvernig vinnumarkaður framtíðarinnar verður samansettur. Ísland er auðugt land með óvenju lágt menntunarstig en töluvert færri hafa lokið háskólamenntun á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Sjá nánar hér. Hefur tilgangur námslánakerfisins gleymst? Við þekkjum öll hina rómantísku ímynd af hinum fátæka stúdent sem þarf einfaldlega að harka á meðan námi stendur og svo þegar viðkomandi er kominn út á vinnumarkað getur sá hinn sami farið að lifa lífinu. Raunveruleiki íslenskra námsmanna er þó þvert á móti rómantískur enda ekkert rómantískt við það á Íslandi hafa 3% námsmanna þurft að neita sér matar yfir heilan dag vegna fjárskorts. Það er heldur ekkert rómantískt við þá staðreynd að Ísland á Evrópumet í fjölda stúdenta sem fullyrða að án launaðrar vinnu hefðu þau ekki efni á því að vera í námi. Það virðist vera sem svo að það þurfi að vekja íslensk stjórnvöld og minna þau á tilgang námslánakerfisins. Námslánakerfið er jöfnunartól sem á að tryggja að hver og einn sem það kýs geti aflað sér menntunar óháð stöðu sinni eða fjárhagslegu baklandi. Námslánakerfið er einnig fjárfestingartól. Það er verkfæri íslenskra stjórnvalda til þess að fjárfesta í mannauð sínum og menntun þjóðarinnar. Slík fjárfesting í þágu íslensks samfélags og atvinnulífs ætti að vera sniðin að þörfum lántaka svo sem flestir eigi þess kost að sækja sér menntun við hæfi. Fjárfesting í námi felur nefnilega í sér ábata fyrir samfélagið allt. Eins og sakir standa er eins og það hafi gleymst. Fjárframlög ríkisins til sjóðsins endurspegla í það minnsta ekki þessa staðreynd. Nú þegar lántökum hjá Menntasjóði námsmanna fer sífækkandi þurfa stjórnvöld að staldra við og velta fyrir sér hvernig framtíð bíður okkar án stuðnings við námsmenn. Síðasta ljósmóðirin er að sjálfsögðu ekki í alvörunni í Smáralind. Eða hvað? Ef fram fer sem horfir og stjórnvöld grípa ekki í taumana og fara að fjárfesta almennilega í menntun gæti sú framtíð verið nær okkur en við höldum. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Mennt var máttur er sýning í Smáralind sem stendur yfir föstudaginn 6. október til sunnudagsins 8. október. LÍS og BHM hvetja almenning til þess að mæta og berja mögulega framtíð Íslands augum. Hægt er að lesa sér frekar til um sýninguna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Háskólar Námslán Tengdar fréttir „Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. 3. október 2023 21:31 Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. 5. október 2023 22:42 Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
…er í Smáralind. Þar standa Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bandalag háskólamanna (BHM) fyrir sýningunni Mennt var máttur um helgina. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á slæma stöðu námslánakerfisins á Íslandi og dregur upp mynd af því hvert Ísland gæti stefnt ef áfram verður haldið á braut undirfjármögnunar Menntasjóðs námsmanna. Ef fram fer sem horfir geta ákveðnar námsgreinar í háskólum verið í útrýmingarhættu. Á sýningunni er stigið inn í þá framtíð sem blasir við ef ekkert verður gert. Stuðningur við stúdenta er ekki einkamál stúdenta enda hefur það hvernig okkur tekst til að mennta stúdenta nútímans bein áhrif á það hvernig vinnumarkaður framtíðarinnar verður samansettur. Ísland er auðugt land með óvenju lágt menntunarstig en töluvert færri hafa lokið háskólamenntun á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Sjá nánar hér. Hefur tilgangur námslánakerfisins gleymst? Við þekkjum öll hina rómantísku ímynd af hinum fátæka stúdent sem þarf einfaldlega að harka á meðan námi stendur og svo þegar viðkomandi er kominn út á vinnumarkað getur sá hinn sami farið að lifa lífinu. Raunveruleiki íslenskra námsmanna er þó þvert á móti rómantískur enda ekkert rómantískt við það á Íslandi hafa 3% námsmanna þurft að neita sér matar yfir heilan dag vegna fjárskorts. Það er heldur ekkert rómantískt við þá staðreynd að Ísland á Evrópumet í fjölda stúdenta sem fullyrða að án launaðrar vinnu hefðu þau ekki efni á því að vera í námi. Það virðist vera sem svo að það þurfi að vekja íslensk stjórnvöld og minna þau á tilgang námslánakerfisins. Námslánakerfið er jöfnunartól sem á að tryggja að hver og einn sem það kýs geti aflað sér menntunar óháð stöðu sinni eða fjárhagslegu baklandi. Námslánakerfið er einnig fjárfestingartól. Það er verkfæri íslenskra stjórnvalda til þess að fjárfesta í mannauð sínum og menntun þjóðarinnar. Slík fjárfesting í þágu íslensks samfélags og atvinnulífs ætti að vera sniðin að þörfum lántaka svo sem flestir eigi þess kost að sækja sér menntun við hæfi. Fjárfesting í námi felur nefnilega í sér ábata fyrir samfélagið allt. Eins og sakir standa er eins og það hafi gleymst. Fjárframlög ríkisins til sjóðsins endurspegla í það minnsta ekki þessa staðreynd. Nú þegar lántökum hjá Menntasjóði námsmanna fer sífækkandi þurfa stjórnvöld að staldra við og velta fyrir sér hvernig framtíð bíður okkar án stuðnings við námsmenn. Síðasta ljósmóðirin er að sjálfsögðu ekki í alvörunni í Smáralind. Eða hvað? Ef fram fer sem horfir og stjórnvöld grípa ekki í taumana og fara að fjárfesta almennilega í menntun gæti sú framtíð verið nær okkur en við höldum. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Mennt var máttur er sýning í Smáralind sem stendur yfir föstudaginn 6. október til sunnudagsins 8. október. LÍS og BHM hvetja almenning til þess að mæta og berja mögulega framtíð Íslands augum. Hægt er að lesa sér frekar til um sýninguna hér.
„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. 3. október 2023 21:31
Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. 5. október 2023 22:42
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar