Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:42 Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum. Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum.
Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur