Lífi fatlaðs fólks slegið á frest Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Silja Steinunnardóttir skrifa 5. október 2023 07:00 Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun