Amman og stuðningsfjölskyldan Bergvin Oddsson skrifar 3. október 2023 14:01 Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar