Amman og stuðningsfjölskyldan Bergvin Oddsson skrifar 3. október 2023 14:01 Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar