Amman og stuðningsfjölskyldan Bergvin Oddsson skrifar 3. október 2023 14:01 Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar