Viðskipti innlent

Steinunn Linda frá Marel til Varðar

Atli Ísleifsson skrifar
Steinunn Linda Jónsdóttir.
Steinunn Linda Jónsdóttir. Aðsend

Steinunn Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Verði og mun hefja störf 15. nóvember næstkomandi. Hún kemur til fyrirtækisins frá Marel.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu og muni Steinunn leiða rekstrarsvið Varðar en undir það svið falli verkefni sem snúa meðal annars að að rekstri, sjálfbærni og gæðamálum. Einnig muni rekstrarstjóri fylgja eftir stefnumótun og umbótaverkefnum.

„Steinunn kemur til Varðar frá Marel þar sem hún hefur starfað frá árinu 2011. Þar gegndi hún starfi rekstrarstjóra fiskiðnaðarsviðs frá árinu 2018. Áður starfaði Steinunn m.a. sem verkefnastjóri hjá Arion banka. 

Steinunn er með MPM-gráðu og B.S.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.