Áður starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri Basko sem átti og rak meðal annars verslanir 10-11.
Sigurður er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík, MBA próf frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfamiðlun.
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og vexti félagsins. ILVA bíður viðskiptavinum sínum uppá vandaða danska hönnun í bland við sérvalda gjafvöru. Félagið vinnur nú að uppbyggingu á nýju 3.000 fermetra vöruhúsi við hlið verslunar sinnar í Kauptúni, nýtt vöruhús mun tryggja viðskiptavinum ILVA enn betri þjónustu og opna enn frekar á þann möguleika að opna fleiri verslanir,“ segir Sigurður í tilkynningu.
Þórarinn Ólafsson er forstjóri Lagersins Iceland ehf., móðurfélags ILVA.
„Við erum mjög spennt fyrir því að fá Sigurð til liðs við okkur. Sigurður býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Hann er reyndur kaupmaður sem kann að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Við teljum félagið í góðum höndum og erum spennt að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins.“