Viðskipti innlent

Sigurður frá Basko til ILVA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Karlsson fyrir utan verslun ILVA.
Sigurður Karlsson fyrir utan verslun ILVA.

Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu.

Áður starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri Basko sem átti og rak meðal annars verslanir 10-11.

Sigurður er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík, MBA próf frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfamiðlun.

„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og vexti félagsins. ILVA bíður viðskiptavinum sínum uppá vandaða danska hönnun í bland við sérvalda gjafvöru. Félagið vinnur nú að uppbyggingu á nýju 3.000 fermetra vöruhúsi við hlið verslunar sinnar í Kauptúni, nýtt vöruhús mun tryggja viðskiptavinum ILVA enn betri þjónustu og opna enn frekar á þann möguleika að opna fleiri verslanir,“ segir Sigurður í tilkynningu.

Þórarinn Ólafsson er forstjóri Lagersins Iceland ehf., móðurfélags ILVA.

„Við erum mjög spennt fyrir því að fá Sigurð til liðs við okkur. Sigurður býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Hann er reyndur kaupmaður sem kann að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Við teljum félagið í góðum höndum og erum spennt að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.