Viðskipti erlent

Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Handritshöfundar hafa verið í verkfalli frá því í maí sem hefur sett alla framleiðslu í draumaverksmiðjunni á hliðina.
Handritshöfundar hafa verið í verkfalli frá því í maí sem hefur sett alla framleiðslu í draumaverksmiðjunni á hliðina. AP Photo/Jae C. Hong, File

Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar.

Þetta er eitt lengsta verkfall í áratugi í draumaverksmiðjunni Hollywood og hefur þýtt að nær öll framleiðsla á kvikmynda- og sjónvarpsefni hefur stöðvast. Talið er að aðgerðirnar hafi kostað efnahagslíf Kalíforníu milljarða dollara.

Samningsdrögin munu vera á lokametrunum og þótt verkfallinu hafi enn ekki verið aflýst hafa leiðtogar aðgerðanna lýst því yfir að verkfallsvörslu verði nú hætt. Svo gæti farið að vinna við hluta framleiðslunnar, líkt og spjallþætti í sjónvarpi geti hafist að nýju strax á morgun. Meðlimir í stéttarfélagi handritshöfunda eiga svo eftir að greiða atkvæði um samninginn.

Leikarar eru einnig í verkfalli í Hollywood og þar virðist allt enn vera stál í stál. Lítið hefur þokast þar en aðgerðir þeirra hafa staðið frá því í júlí.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.