Lífið

Kyndir undir orð­róminn um nýtt ástar­sam­band

Atli Ísleifsson skrifar
Vel fór á með Taylor Swift og Donnu Kelce, móður Travis Kelce.
Vel fór á með Taylor Swift og Donnu Kelce, móður Travis Kelce. Ap

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld.

Sjá mátti Swift klædda í rauðum og hvítum Chiefs- jakka þar sem hún var stödd í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar á vellinum. Mátti meðal annars sjá hana fagna og ræða við Donnu Kelce, móður Travis, og virtist fara vel á með þeim.

Það Swift og Kelce hafa ekkert tjáð sig opinberlega um hið meinta samband, nema Kelce hefur látið hafa eftir sér að honum þyki hann „sprenghlægilegur“, þessi mikli áhugi sem fólk virðist hafa.

Travis Kelce á vellinum í kvöld. AP

Sögusagnir um samband þeirra Swift og Kelce fóru á flug eftir að Kelce greindi frá því í hlaðvarpi sínu og bróður síns, New Heights with Jason and Travis Kelce, að hann hafi reynt að láta Swift fá símanúmer sitt með því að koma vinaarmbandi, sem hann hafði búið til og þar sem á var að finna númerið, til Swift á einum af stórtónleikum hennar í Bandaríkjunum á dögunum.

Swift hefur haldið fjöldann allan af tónleikum í Bandaríkjunum síðustu mánuði, en Eras-tónleikaferð hennar heldur áfram í Buenos Aires í Argentínu þann 9. nóvember næstkomandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.