Handbolti

Magnaður Hergeir þegar Stjarnan náði í sín fyrstu stig

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hergeir skoraði 13 mörk í kvöld.
Hergeir skoraði 13 mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann eins marks sigur á Gróttu þegar liðin mættust í Garðabæ í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Fyrir leikinn í dag var Stjarnan í fallsæti Olís-deildarinnar án sigurs en Grótta rétt fyrir ofan eftir að hafa unnið sigur á HK í síðustu umferð.

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi. Stjarnan náði þó mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 14-8 og leiddi 19-16 í leikhléi.

Heimamenn héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik en um hann miðjan fóru gestirnir að saxa á forskotið. Þeim tókst að jafna metin í 27-27 þegar tæpar tíu mínútur voru eftir og lokamínúturnar æsispennandi.

Gróttumenn fengu tækifæri til að jafna í síðustu sókninni en tókst ekki að skora. Lokatölur 31-30 Stjörnunni í vil og fyrstu stig vetrarins í höfn hjá Garðbæingum.

Hergeir Grímsson var frábær í liði Stjörnunnar. Hann skoraði 13 mörk og skapaði 6 færi þar að auki. Pétur Árni Hauksson skoraði 6 mörk og Adam Thorstensen varði 11 skot í markinu.

Hjá Gróttu var Jakob Ingi Stefánsson markahæstur með 6 mörk og Einar Baldvin Baldvinsson varði 9 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×