Viðskipti innlent

Birgitta ráðin rekstrar­stjóri not­enda­lausna hjá Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Birgitta Bjarnadóttir hefur áður starfað meðal annars hjá Ölgerðinni og Danól.
Birgitta Bjarnadóttir hefur áður starfað meðal annars hjá Ölgerðinni og Danól. Aðsend

Birgitta Bjarnadóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Notendalausnum Origo. Hún mun sem slíkur taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum.

Í tilkynningu segir að Birgitta sé með MBM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Birgitta hefur starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár, en síðustu sjö árin hefur hún gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni, ásamt því að sitja í stjórn Danól árin 2021-2022. 

Hún hefur umfangsmikla færni og reynslu af viðskiptum, birgðastýringu og stjórnun,“ segir í tilkynningunni. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.