Í tilkynningu segir að Birgitta sé með MBM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Birgitta hefur starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár, en síðustu sjö árin hefur hún gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni, ásamt því að sitja í stjórn Danól árin 2021-2022.
Hún hefur umfangsmikla færni og reynslu af viðskiptum, birgðastýringu og stjórnun,“ segir í tilkynningunni.