Körfubolti

Íslandsmeistararnir fá fyrrverandi fyrirliða nígeríska landsliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stephen Domingo er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls.
Stephen Domingo er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls. USA TODAY Sports

Íslandsmeistarar Tindastóls hafa samið við Stephen Domingo um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Tindastóls, en Domingo er 28 ára gamall framherji af amerískum og nígerískum ættum.

Hann var í U17 ára landsliði Bandaríkjanna sem varð heimsmeistari árið 2012 og síðar varð hann fyrirliði nígeríska landsliðsins.

Á ferlinum hefur Domingo spilað með Donar í Hollandi og Lakeland Magic og Indiana Mad Ants í bandarísku G-deildinni, sem er varadeild NBA.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.