Svandís sýndi á spilin Birgir Dýrfjörð skrifar 20. september 2023 09:00 Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun