„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 17. september 2023 17:00 …stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun