„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 17. september 2023 17:00 …stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar